Tölfræði

Umferðarslys á Íslandi 2010

 

Upplýsingar og samantekt úr skýrslu um umferðarslys á Íslandi árið 2010

Slysaskráning Umferðarstofu byggist á lögregluskýrslum úr gagnagrunni dómsmálaráðuneytisins. Árið 2010 var einnig notast við slysagögn frá Aðstoð og Öryggi ehf. Í einhverjum tilfellum rata umferðaróhöpp ekki í gagnagrunninn heldur beint á borð tryggingafélaga með tjónaskýrslum en það á yfirleitt við í tilfellum þar sem ekki er um slys á fólki að ræða.

 

 

Skýrsla 2011.  Mynd1

Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum

  • Að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2022.
  • Að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2022
  • Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2006-2010

Fjöldi slasaðra og látinna í umferðinni 2011

  • Árið 2011 urðu 849 slys með meiðslum og í þeim slösuðust og létust 1229 manns. Þar af voru 166 sem slösuðust alvarlega eða létust en þeir voru 213 árið áður . 1063 slösuðust lítilega en árið árið voru þeir 1056. 12 manns létu lífið í umferðinni árið 2011 og er það fjórum fleiri en árið áður sem var metár. Samt sem áður má segja að í ljósi sögunnar hafi tiltölulega fáir látist í umferðinni árið 2011. Af þeim sem létust voru 6 manns sem létust vegna hraðaksturs eða ölvunaraksturs. Karlmenn voru undir stýri í öllum þeim tilfellum.
  • 48% þeirra sem slösuðust voru ökumenn bifreiða. Farþegar bifreiða voru 31% og fótgangandi voru 7%. Hjólreiðamenn voru um 7% og um 6% voru á bifhjóli.
  • Flest slys og óhöpp í umferðinni verða á virkum dögum á milli klukkan 15 og 18 síðdegis.