Tölfræði

Bifreiðatölur 2014

Hér má nálgast allar upplýsingar um bifreiðatölur ársins 2014.

Bifreiðatölur fyrir árið 2014 miða við umráðamann ökutækja en ekki eigendur þeirra eins og var til ársins 2007. Þetta felur í sér að ökutæki sem t.d. er skráð í eigu fjármögnunarfyrirtækis í Reykjavík en umráðamaður býr á Akranesi er skráð sem ökutæki á Akranesi en ekki í Reykjavík eins og áður var.

Líkt og í tölum frá árinu 2010 eru fjór- og sexhjól flokkuð samkvæmt skráningu, þ.e. götu- eða torfæruskráningu, í stað þess að áður voru fjór- og sexhjól (götu- og torfæruskráð) flokkuð með torfæruhjólum.

Flokkun ökutækja eftir orkugjöfum er með breyttu sniði frá og með 2012, þ.e. í stað fyrri flokkunar (bensín, dísel, bensín/rafmagn og annað) er orkugjöfum skipt í fjóra flokka (bensín, dísel, tvíorku og annað). Undir flokkinn "Tvíorka" falla orkugjafarnir bensín/metan, bensín/rafmagn, bensín/raf.tengill, dísel/metan og dísel/rafmagn. Þau ökutæki þar sem metanbúnaður hefur verið settur í hérlendis falla undir upprunalegra orkugjafa, þar sem upprunalegum orkugjafa er ekki breytt í ökutækjaskrá. Þau ökutæki eru skráð með sérstaka athugasemd í ökutækjaskrá þar sem fram kemur að ökutæki sé með aukabúnað fyrir metan.

Frá og með árinu 2013 hefur upplýsingum um ökutæki í umferð um áramót verið bætt við. Upplýsingarnar má finna efst undir hverjum flokki, auk þess sem undirsíðan fyrir meðalaldur bifreiða inniheldur nú tvö gröf, annars vegar fyrir ökutæki á skrá og svo eftir ökutækjum í umferð.