Tölfræði

Umferðarslys á Íslandi 2013

 


Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum

  • Að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2022.
  • Að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2022
  • Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2006-2010

Fjöldi slasaðra og látinna í umferðinni 2013

  • Árið 2013 urðu 822 slys með meiðslum og í þeim slösuðust eða létust 1232 manns. Þar af voru 192 sem slösuðust alvarlega eða létust en þeir voru 145 árið áður . 1040 slösuðust lítilega en árið árið voru þeir 899. 15 manns létu lífið í umferðinni árið 2012 og er það sex fleiri en árið áður.  
  • 49% þeirra sem slösuðust voru ökumenn bifreiða. Farþegar bifreiða voru 32% og fótgangandi voru 6%. Hjólreiðamenn voru um 8% og um 5% voru á bifhjóli.
  • Flest slys og óhöpp í umferðinni verða á virkum dögum á milli klukkan 16 og 18 síðdegis.

Banaslys árið 2013

15 manns létust í 14 umferðarslysum á árinu 2013. Tólf þeirra sem létust voru ökumenn eða farþegar í bílum, einn var fótgangandi, einn á bifhjóli og einn á fjórhjóli.

Tveir létust í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 og voru báðir ökumenn bifreiða.

Einn lést af völdum ölvunaraksturs og annar af völdum fíkniefnaneyslu.

Tvö börn yngri en 14 ára létust og auk þeirra létust þrjár stúlkur á aldrinum 15-17 ára.