Tölfræði

Umferðarslys á Íslandi 2012

 


Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum

  • Að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2022.
  • Að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2022
  • Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2006-2010

Fjöldi slasaðra og látinna í umferðinni 2012

  • Árið 2012 urðu 742 slys með meiðslum og í þeim slösuðust og létust 1044 manns. Þar af voru 145 sem slösuðust alvarlega eða létust en þeir voru 166 árið áður . 899 slösuðust lítilega en árið árið voru þeir 1063. 9 manns létu lífið í umferðinni árið 2012 og er það þremur færri en árið áður.  Enginn lést vegna ölvunaraksturs og er það í fyrsta sinn í a.m.k. mjög langan tíma sem það gerist.
  • 49% þeirra sem slösuðust voru ökumenn bifreiða. Farþegar bifreiða voru 30% og fótgangandi voru 6%. Hjólreiðamenn voru um 8% og um 5% voru á bifhjóli.
  • Flest slys og óhöpp í umferðinni verða á virkum dögum á milli klukkan 15 og 18 síðdegis.

Banaslys árið 2012

9 manns létust í jafnmörgum umferðarslysum á árinu 2012. Sjö þeirra sem létust voru ökumenn eða farþegar í bílum og tveir voru fótgangandi.

Tveir létust í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 og voru báðir fótgangandi. Hinir sjö létust í bifreið utan þéttbýlis.

Enginn lést af völdum ölvunaraksturs.

Enginn þeirra sem lést, var 20 ára eða yngri. Fjórir létust á þrítugsaldri en fimm hinna látnu voru eldri en sextugt.