Tölfræði

Eftirvagnar - 2012

Hér að neðan er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um samanlagðan fjölda skráningarskyldra eftirvagna og ferðavagna árið 2012. Einnig er hægt að sjá fjölda hvers flokks fyrir sig.

Eftirvagn II eru allir eftirvagnar með leyfða heildarþyngd meiri en 750 kg og mest 3.500 kg. Eftirvagn III er með leyfða heildarþyngd meiri en 3.500 kg og mest 10.000 kg. Eftirvagn IV er með leyfða heildarþyngd meiri en 10.000 kg.

Eftirvagnar I sem eru minna en 750 kg af leyfðri heildarþyngd eru ekki skráningarskyldir.